fredag, august 27, 2004

Að vera eða vera ekki... að vinna í Helsingör

Þar sem ég var nú að vinna í Helsingör fannst mér ómögulegt annað en að fara og skoða Hamlet-kastalann fræga, Kronborg, helsta túristasegul Helsingjaeyrar - þrátt fyrir að Hamlet hafi í raun aldrei búið í kastalnum (enda skáldsagnarpersóna) og Shakespear ekki einu sinni heimsótt staðinn! Gaman að koma þarna og kíkja á höllina, engin smá höll sko! Skemmtilegast fannst mér að skoða dýflissurnar; langa og mikla rangala þar sem aumingjans hermenn og síðar refsifangar voru actually látnir hýrast. Úffala! :/

En svo er ég ekkert lengur að vinna í Helsingör! Jibbíkæjei!!! Já, ég verð nú alveg að játa það, að ég varð þeim degi fegnust þegar störfum mínum hjá Scandlines lauk (næstum eins fegin og þega störfum mínum hjá Frón lauk á sínum tíma, hahaha ;) sem sagt, föstudaginn 20. ágúst :) Þetta var bara allt of mónótónískt og leiðinlegt einhvern veginn til að geta verið skemmtilegt! En nú er þessu sem sagt lokið... "og Hófí lifði hamingjusöm til æviloka"... ahahahahaha ;D

1 Comments:

At 19. juni 2008 kl. 14.28, Anonymous Anonym said...

Hæ Hófí mín!! Hvenær kemur svo blogg frá Svídenn?? Ég hlakka til að heyra meira frá þér :* Bára

 

Send en kommentar

<< Home